Gamanleikarinn Fred Willard látinn

Fred Willard.
Fred Willard. AFP

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára gamall.

Hann vann fern Emmy-verðlaun og lék í myndum á borð við Anchorman og This is Spinal Tap. Einnig fór hann með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Modern Family.

Fjölmargir kunnir leikarar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum, þar á meðal Jamie Lee Curtis og Steve Carrell.

Stutt er síðan Willard tók ofan fyrir söngvaranum Little Richard og gamanleikaranum Jerry Stiller sem eru báðir nýlátnir.

„Slæmir tímar! Var rétt að jafna mig á dauða Little Richard og núna er gamall vinur minn Jerry Stiller látinn. Hann var góður vinur og mjög fyndinn,“ skrifaði Willard 12. maí í sinni síðustu færslu á Twitter.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes