„Allt sem ég hef afrekað á ég foreldrum mínum að þakka“

Guðni Th. Jóhannesson fagnar áttræðisafmæli móður sinnar í dag.
Guðni Th. Jóhannesson fagnar áttræðisafmæli móður sinnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jó­hann­es­son, forseti Íslands, óskar móður sinni til hamingju með afmælið á Facebook-síðu sinni í dag. Móðir Guðna, Margrét Thorlacius, fagnar áttræðisafmæli í dag en Guðni þakkar henni ásamt föður sínum sáluga fyrir allt sem hann hefur afrekað um ævina. 

„Móðir mín Margrét er áttræð í dag.

Ekki vill hún Margrét Thorlacius hafa stóra veislu, ráðdeild og hógværð eru henni í blóð borin. En hún hlakkar til að hitta barnabörnin, líf hennar og yndi. Mamma var barnakennari árum saman, afar vinsæl og vel liðin. Með Jóhannesi Sæmundssyni, föður okkar bræðranna sér við hlið, bjó hún okkur öruggt og yndislegt æskuheimili. Pabbi, sem var lengi farsæll íþróttakennari og þjálfari, lést eftir erfið veikindi árið 1983 en hefði honum enst aldur til hefði hann fagnað áttræðisafmæli síðar í sumar.

Allt sem ég hef afrekað á ég foreldrum mínum að þakka, á hinu sem hefur miður farið ber ég ábyrgð. Hjartanlega til hamingju með afmælið, móðir góð!

Á annarri myndinni að neðan erum við móðir mín við innsetningu mína í embætti forseta 1. ágúst 2016. Á hinni eru foreldrar mínir í veislu með Vigdísi Finnbogadóttur hér á Bessastöðum stuttu eftir kjör hennar árið 1980,“ skrifar Guðni sem birtir tvær myndir með færslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson