Tengdó með besta nestið á þriðju holu

Edda Hermannsdóttir tekur sig vel út á golfvellinum.
Edda Hermannsdóttir tekur sig vel út á golfvellinum.

Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason urðu heitasta stjörnuparið á landinu vorið 2017. Edda er vel þekkt úr fjölmiðlum og starfaði á RÚV um tíma. Edda starfar hjá Íslandsbanka og gaf nýverið út bókina Framkoma.

Golfið heillar Eddu eins og svo marga á þessum árstíma. En hún birti færslu nýverið á samfélagsmiðlum þar sem hún þakkar tengdamömmu sinni Ragnheiði Ríkharðsdótttur, fyrrverandi alþingismanni, árangurinn í golfi, enda virðist hún passa upp á fjölskylduna og sjá fyrir nestinu á vellinum. 

Besti hringurinn hingað til í dásamlegum félagsskap. Forgjöfin lækkaði í fyrsta sinn enda sá tengdó um nestið á þriðju holu sem gerði líklega galdurinn.

Ástin virðist blómstra hjá Eddu og Ríkharði, en hann var sigursælasti landsliðsmaðurinn í knattspyrnu á árunum í kringum aldamótin. Bókin hennar Eddu, Framkoma, hefur fengið góðar viðtökur. Þar má finna hagnýt ráð sem nýtast í daglega lífinu þegar koma skal fram eða halda skal erindi fyrir almenning. 

Edda Hermannsdóttir er orkumikil og jákvæð og er nú að …
Edda Hermannsdóttir er orkumikil og jákvæð og er nú að láta til sín taka á golfvellinum. mbl.is/skjáskot Instagram
Ragnheiður Ríkarðasdóttir er vel nestuð á Golfvelli Mosfellsbæjar.
Ragnheiður Ríkarðasdóttir er vel nestuð á Golfvelli Mosfellsbæjar. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.