Andlitið að bráðna án bótox

Lífið leikur Olivia Attwood grátt þessa dagana þar sem hún …
Lífið leikur Olivia Attwood grátt þessa dagana þar sem hún er ekki að komast í fyllingarefnin sín og bótox vegna kórónuveirunnar. Skjáskot/Instagram

Olivia Attwood, unnusta knattspyrnustjörnunnar Bradley Dack sem spilar með Blackburn Rovers, segist varla þekkja sjálfa sig eftir langan tíma án þess að fá sér botox. Þetta kemur fram á vefsvæði Sun

Hin 29 ára gamla Attwood segir að Dack sé eins og stór golden retriever-hundur. Að það þurfi að hreyfa hann vel og gefa honum síðan góða athygli inn á milli. 

Þegar kemur að útlitinu segir Attwood að hún hafi átt erfiða tíma. 

„Ég þekki varla sjálfa mig í speglinum lengur. Ég er ekki að yngjast með árunum og finnst eins og útlitið mitt sé að bráðna niður. Ég velti því stundum fyrir mér hver er í speglinum, enda hef ég ekki komist í fyllingarefnin mín eða bótox eins og ég er vön. Ég er ekki að yngjast með árunum og þess vegna er þetta áskorun fyrir mig.“

Það eru ekki bara fyllingarefni sem hana vantar um þessar mundir heldur hafa einnig orðið breytingar á hárlit hennar. 

„Ég er nú brúnhærð í fyrsta skiptið í ellefu ár. Frá því ég fékk aldur til hef ég lýst á mér hárið. En nú er ég með ljósa enda og dekkri rót. Síðan er ég vön að láta fjarlægja hárin að neðan með laser mánaðarlega. En ég hef ekki komist í það sem er áfall. Ekki trúa því sem þér er sagt um að laser dugi í langan tíma!“

Það er fleira sem Attwood hefur þurft að berjast við að undanförnu í ástandinu. Hún var vön að fara í gervineglur, en er nú að notast við einnota neglur þær sömu og tólf ára stúlkur kaupa sér út í búð segir hún. 

Það eina sem hún hefur í raun og veru ekki þurft að hafa áhyggjur af er að nota gervibrúnku því sólin er búin að sjá henni fyrir náttúrulegri brúnku. 

„Við eiginkonurnar í klúbbnum, vorum vanar að fá okkur árbít saman og fara út á Rosso´s á föstudagskvöldum. En höfum þurft að sleppa því. Við vorum að tala saman um daginn hversu erfitt þetta ástand er fyrir okkur. Við getum ekki einu sinni hist sex í hóp eins og okkur var sagt að við gætum gert, vegna þess að fótboltaklúbburinn bað okkur um að gera það ekki af ótta við kórónuvírusinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes