Hertogahjónin út á meðal fólks

Katrín hertogynja heimsótti gróðrastöð.
Katrín hertogynja heimsótti gróðrastöð. AFP

Hertogahjónin af Cambridge eru nú farin á stjá eftir að slakað hefur verið á samkomubanni á Bretlandi. Katrín heimsótti gróðrarstöð á meðan Vilhjálmur heimsótti bakarí. 

Katrín er mikil áhugamanneskja um garðrækt en fyrir ári síðan hannaði hún sinn eigin garð fyrir blómasýninguna margrómuðu Chelsea Flower Show. Hún sagði að börn sín þrjú elskuðu að heimsækja gróðrarstöðvar og að þau legðu mikla áherslu á útivist í uppeldinu. Það hefur verið hart í ári fyrir gróðrastöðvar í Bretlandi í kjölfar kórónuveirunnar. 

Hjónin hafa verið mikið inni við undanfarna mánuði sökum kórónuveirunnar en hafa haldið uppi samskiptum við fólk með hjálp fjarfundakerfa á borð við Zoom.

Katrín segir að félagslegar afleiðingar veirunnar séu sláandi. „Þegar við verslum í matinn þá horfa allir niður og það er ekki jákvætt merki fyrir félagsleg samskipti. Það virðist koma upp í öllum geirum að við njótum mjög góðs af því að vera úti. Vissulega hefur verið útgöngubann en margir hafa samt nýtt tækifærið og notið þess að fara í gönguferðir mun meira en það gerði hér áður fyrr.“

Vilhjálmur Bretaprins heimsótti bakarí í Lundúnum. Fyrirtæki þar í landi …
Vilhjálmur Bretaprins heimsótti bakarí í Lundúnum. Fyrirtæki þar í landi hafa barist í bökkum eftir kórónuveirufaraldurinn fór á stjá. AFP
Vilhjálmur prins á afmæli á sunnudaginn og fékk í tilefni …
Vilhjálmur prins á afmæli á sunnudaginn og fékk í tilefni af því sérstaka afmælisköku. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.