Vistvænustu flugeldar veraldar?

Í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 er sýningin Eldblóm sem er hluti af Listahátíð Reykjavíkur. Það er dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem á heiðurinn af henni en hún hefur hannað flugeldasýningar í gegnum tíðina m.a. á Menningarnótt. Hugmyndin kemur frá Japan þar sem tengsl flugelda og náttúru eru sterk en japanska orðið „hanabi“ þýðir í raun bæði flugeldar og eldblóm.

Sýningin mun standa í sumar og ná hámarki í ágúst þegar öll blómin eiga að vera sprungin út. Í myndskeiðinu er sýningin skoðuð en á sama tíma var Sigríður Soffía að sýna og segja hópi leikskólabarna frá hugmyndinni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hætt við að yfirmenn þínir, foreldrar eða nánir vinir mistúlki gerðir þínar í dag. Leyfðu því að hvíla um sinn meðan undirmeðvitundin glímir við það.