Bubbi Morthens fékk platínuplötu fyrir Ísbjarnarblús

Bubbi Morthens, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds.
Bubbi Morthens, Sölvi Blöndal og Ólafur Arnalds. Ljósmynd/Berglaug Petra

Á föstudag fékk Bubbi Morthens afhenda platínuplötu fyrir fyrstu plötu sína, Ísbjarnarblús.

Platínuplata er viðurkenning sem Félag hljómplötuframleiðenda veitir fyrir plötur sem seljast í yfir 10.000 eintökum.

Ísbjarnarblús á 40 ára afmæli um þessar mundir en hún kom út 17. júní 1980. Platan olli straumhvörfum í íslenskri tónlistarsenu. Meðal laga á plötunni eru Ísbjarnarblús, Hrognin eru að koma, Jón pönkari og Stál og hnífur.

Í nóvember sama ár kom út platan Geislavirkir með hljómsveit Bubba, Utangarðsmönnum, sem einnig er talin með áhrifamestu plötum sem komið hafa út á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren