Íhugaði að svipta sig lífi eftir sambandsslitin

Katy Perry segir sambandsslitin hafa verið erfið.
Katy Perry segir sambandsslitin hafa verið erfið. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry segist hafa lent á botninum eftir að hún og unnusti hennar, Orlando Bloom, hættu saman árið 2017. Perry og Bloom eru hamingjusamlega trúlofuð í dag og eiga von á sínu fyrsta barni. 

Í nýju viðtali við SiriusXM segir Perry að hún hafi átt mjög erfitt með sambandsslitin á sínum tíma og þar að auki hafi gengið illa með plötuna hennar Witness. 

„Ég var búin að vera lengi á uppleið á ferlinum og svo kom smá stopp, ekki það stórt utan frá séð en fyrir mig var það eins og jarðskjálfti,“ sagði Perry og segist hún hafa brotnað í tvennt. 

„Ég var nýhætt með kærastanum mínum, sem núna er tilvonandi barnsfaðir minn, og ég var spennt að slá í gegn með nýju plötunni minni. En ég fékk ekki þá staðfestingu á virði mínu sem ég vildi, þannig að ég brotnaði saman,“ sagði Perry. 

Hún segist hafa komist í gegnum erfiðleikana með þakklæti efst í huga auk þess sem hún hafi fengið aðstoð hjá foreldrum sínum. Foreldrar hennar eru prestar í hvítasunnuhreyfingunni og hjálpuðu henni að finna trúna á ný.

„Það var svo mikilvægt fyrir mig að brotna, svo ég gæti fundið hver ég var þegar ég var heil á nýjan leik. Og vera dýpri manneskja en poppstjarna sem þyrstir í frægð,“ sagði Perry.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk tekur óvenju vel eftir þér í dag og þú munt sennilega eiga mikilvægar samræður við foreldra þína.