„Lummó bíó“

Jón Viðar þótti ekki mikið varið í Eurovision Song Contest: …
Jón Viðar þótti ekki mikið varið í Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Samsett mynd

Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi er ekki par sáttur við Eurovision-kvikmyndina sem kom út nú á dögunum. Hann spyr hvort höfundi og leikara kvikmyndarinnar, Will Ferrell, sé kannski illa við Íslendinga og gefur kvikmyndinni að lokum bara eina stjörnu í færslu sinni á Facebook. 

Upphafsorð færslunnar, „LUMMÓ BÍÓ“, gefa strax til kynna hvað Jóni Viðari þykir um myndina. Hann tætir hana í sig og segir hana svo hrægrunna að hann fari nánast hjá sér.

Ekki veit ég hvort á fremur að vera aðaltilgangurinn með myndinni um Júróvisjón sem allir eru að tala um þessa stundina: að gera grín að glamúrnum og yfirborðsmennskunni í söngvakeppninni eða lúðahætti Íslendinga og annarra þjóða sem gangast upp í vitleysunni. Myndin af mörlandanum er raunar svo neikvæð og ýkjukennd (að svo miklu leyti sem er hægt að tala um sérstaka „mynd“ af þjóðinni) að það er freistandi að fara í þjóðernisgírinn og spyrja hvort höfundi kvikmyndarinnar, Will nokkrum Ferell, sé eitthvað sérstaklega í nöp við okkur, eða kannski Skandinava upp til hópa (hann mun vera giftur sænskri konu)?“ skrifar Jón Viðar. 

 Dóm Jóns Viðars í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir snilldartakta í dag og þá sennilega á sviði sem þú áttir ekki von á vegna þekkingar- eða reynsluleysis. Opnaðu augun, einhver er ekki að standa undir væntingum þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir snilldartakta í dag og þá sennilega á sviði sem þú áttir ekki von á vegna þekkingar- eða reynsluleysis. Opnaðu augun, einhver er ekki að standa undir væntingum þínum.