Kátur Karl sýnir gott fordæmi

Kátur Karl Bretaprins á leið í heimsókn.
Kátur Karl Bretaprins á leið í heimsókn. CHRIS JACKSON

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja hafa verið dugleg að fara í heimsóknir víða um Bretland síðustu daga. Heimsóknunum fylgir að sjálfsögðu að hitta mikið af fólki en prinsinn sýnir gott fordæmi fyrir bresku þjóðina og heiminn allar og heilsar ekki með handabandi. 

Karl heimsótti starfsfólk almenningssamgangna í London í gær. Karl virtist ansi kátur í heimsókninni og skrúfaði niður rúðuna og brosti til ljósmyndara á staðnum.

Hann virtist vera jafn kátur á miðvikudaginn þegar hann heimsótti stjörnubóndann Adam Henson á Cotsworld Farm Park til að hvetja Breta til að ferðast innanlands í sumar. 

Karl er mikið náttúrubarn og virtist vera einstaklega hrifinn af dýrunum í sveitinni. 

Karl og Kamilla voru manna fyrst í bresku konungsfjölskyldunni til þess að snúa aftur í opinberar heimsóknir og viðburði en þau snéru aftur þann 16. júní. Karl veiktist af veirunni í mars síðastliðinn en var ansi fljótur að ná sér.

Karl sýndi gott fordæmi og heilsaði ekki með handabandi.
Karl sýndi gott fordæmi og heilsaði ekki með handabandi. CHRIS JACKSON
Karl heimsótti sveitabæ til að hvetja bresku þjóðina til að …
Karl heimsótti sveitabæ til að hvetja bresku þjóðina til að ferðast innanlands í sumar. AFP
Karl og dýrin.
Karl og dýrin. AFP
Adam Henson kynnir Karl fyrir hryssunni Viktoríu.
Adam Henson kynnir Karl fyrir hryssunni Viktoríu. AFP
Karl virðist vera kátur þessa dagana.
Karl virðist vera kátur þessa dagana. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.