Anna prinsessa sögð duglegust

Anna prinsessa er duglegust að sinna góðgerðastörfum.
Anna prinsessa er duglegust að sinna góðgerðastörfum. Skjáskot Instagram

Ekki er talinn vera beinn fjárhagslegur ávinningur af því að hafa konunglega velgjörðamenn í góðgerðasamtökum en hátt í þrjú þúsund bresk góðgerðasamtök hafa konunglega velgjörðamenn á sínum snærum. Þetta kemur fram í rannsókn sjálfstæðu hugsunarveitunnar Giving Evidence

Rýnt var í tekjur 1187 góðgerðasamtaka og niðurstöður sýndu að það að hafa konunglegan velgjörðamann hafði engin áhrif á tekjurnar. Ástæða þess gæti verið sú að hinir konungbornu hafi mjög takmarkaðan tíma til þess að heimsækja samtökin og ná ekki að heimsækja nærri öll samtökin sem þau styðja. Því missa góðgerðasamtökin tækifæri til þess að nýta sér fjölmiðlaumfjöllunina sem slík heimsókn fengi.

Þá hefur skýrsla á vegum GivingAssistant.org rýnt í allar heimsóknir kóngafólksins. Í ljós kom að Anna prinsessa er sú allra duglegasta. Hún nær að heimsækja 73 góðgerðasamtök á ári, eða eitt á fimm daga fresti. Hún er hins vegar velgjörðamaður svo margra samtaka að hún nær aðeins að anna um fjórðung. Þetta kemur fram í samantekt Daily Mail.

Vilhjálmur og Katrín hertogahjón af Cambridge eru einnig iðin en þau ná að heimsækja öll sín góðgerðasamtök, stundum oft á ári, en þau eru aftur á móti með töluvert færri á sínum snærum eða um tuttugu.

Karl Bretaprins er velgjörðamaður um 400 góðgerðasamtaka og fór í 48 heimsóknir á síðastliðnu ári en nær þá aðeins 12% heildarárangri. 

Samantekt á heimsóknum konungsfjölskyldunnar til góðgerðasamtaka í Bretlandi.
Samantekt á heimsóknum konungsfjölskyldunnar til góðgerðasamtaka í Bretlandi. Skjáskot
Vilhjálmur prins hefur látið geðheilbrigðis mál sig varða auk þess …
Vilhjálmur prins hefur látið geðheilbrigðis mál sig varða auk þess sem hann styður við málefni barna sem glíma við missi. AFP
Karl Bretaprins vill vel en nær ekki að sinna öllum …
Karl Bretaprins vill vel en nær ekki að sinna öllum sínum skjólstæðingum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson