Friðhelgi einkalífsins rofin

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex, Harry og Meghan.
Hertoginn og hertogaynjan af Sussex, Harry og Meghan. AFP

Hjónin Harry prins og Meghan Markle höfðuðu í gær mál gegn ljósmyndara sem þau saka um að hafa tekið myndir af syni þeirra án heimildar. Málið er höfðað í Los Angeles en ekki kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar hvort fleiri en einn ljósmyndari eigi þar hlut að máli. Um er að ræða ljósmyndara sem hafa það að atvinnu að elta og sitja um fræga fólkið (papparassi).

Heimili Harry prins og Meghan Markle er á þessu svæði …
Heimili Harry prins og Meghan Markle er á þessu svæði í Malibu í Kaliforníu. AFP

Í málsskjölunum segir að hjónin hafi nýverið komist að því að viðskipti hafi átt sér stað með myndir af syni þeirra, Archie, sem er 14 mánaða gamall. Myndirnar eiga að hafa verið teknar við opinbera athöfn í Malibu. 

AFP

Það sé aftur á móti ekki rétt þar sem Archie hafi ekki verið á almannafæri í Malibu frá því þau komu til Kaliforníu heldur séu myndirnar teknar án þeirrar vitundar í bakgarðinum þar sem þau búa. Því sé um brot á friðhelgi einkalífsins að ræða.

Málið byggir á lögum sem banna að teknar séu myndir af fólki á heimilum sínum í Kaliforníu og skiptir þar engu hvaðan myndin er tekin svo lengi sem það er án vitundar og heimildar viðkomandi. 

„Drónar, þyrlur eða aðdráttarlinsur geta ekki tekið þennan rétt af fólki,“ segir lögmaður hjónanna, Michael J. Kump.

Meghan og Archie.
Meghan og Archie. AFP

„Hertoginn og hertogaynjan af Sussex höfða málið til þess að verja rétt ungs sonar til einkalífs og til þess að koma upp um og stöðvað þá sem reyna að hagnast á því með ólögmætum hætti,“ segir hann enn fremur.

Hjónin segja að ljósmyndarar noti bæði dróna og þyrlur til þess að sveima yfir heimili þeirra í þeirri von að ná af þeim myndum. Þeir hafi jafnvel klippt göt á öryggisgirðingu í kringum húsið til þess að ná myndum af fjölskyldunni sem flutti meðal annars til Bandaríkjanna í þeirri von að losna undan ágangi fjölmiðla. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes