Harry og Meghan í stríð við bresk götublöð

Harry og Meghan hafa sent fjölmiðlum í Bretlandi bréf.
Harry og Meghan hafa sent fjölmiðlum í Bretlandi bréf. AFP

Hertogahjónin Harry og Meghan sendu ritstjórnum breskra götublaða bréf í gær, sunnudag, þar sem þau lýstu því yfir að þau væru hætt öllu samstarfi við blöðin. Á vef BBC kemur fram að hjónin segjast gera þetta vegna frétta sem þau segja brenglaðar, ósannar eða ágengar. 

Blöðin og vefmiðlar þeirra sem um ræðir eru The Sun, Mirror, Daily Mail og Express. Í bréfinu segjast hjónin ekki vilja taka þátt í fréttamennsku sem þau segja snúast um smellibrellur og brenglun.

Í bréfinu sem talsmaður hjónanna sendi munu hjónin ekki veita viðtöl við miðla þessara fjölmiðla. Lögfræðingur hjónanna mun svara ef þess er þörf en upplýsingafulltrúar þeirra munu ekki einu sinni svara síma til þess að staðfesta eða neita fréttum. 

Í bréfinu er talað um að hjónin séu ekki að forðast gagnrýni en séu ósátt við þegar ósannar sögur eru sagðar um þau. Hjónin tala jafnframt um hversu mikilvægir fjölmiðlar eru í nútímalýðræði. Þau eru auk þess sögð hafa fylgst með fréttamennsku af þessu tagi skaða fólk sem þau þekkja en líka sem þau þekkja ekki neitt. 

Í lok bréfsins er tekið fram að hjónin hlakki til að vinna með blaðamönnum um allan heim, sem verði vel valdir. Vonast þau til að þessi nýja nálgun verði virt. 

Harry og Meghan hættu formlega skyldum sínum fyrir bresku konungsfjölskylduna í lok mars. Þau fluttust til Kanada fyrir áramót en fluttu nýlega til Kaliforníu. Í haust var greint frá því að Meghan hefði höfðað mál gegn breska blaðinu Mail on Sunday fyrir að birta einkabréf sitt í óleyfi. Í lok vikunnar verður mál Meghan tekið fyrir í gegnum fjarfundarbúnað. 

Bréfið frá Harry og Meghan má lesa í heild sinni á vef BBC.

Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson