Peter Green stofnandi Fleetwood Mac er látinn

Peter Green (t.h.) og John McVie munda hljóðfærin sín.
Peter Green (t.h.) og John McVie munda hljóðfærin sín. AFP

Peter Green, söngvari, gítarleikari og annar stofnenda rokkhljómsveitarinnar Fleetwood Mac, er látinn 73 ára að aldri. Lögmenn fjölskyldu hans greindu frá þessu í tilkynningu í dag en þar kemur fram að hann hafi dáið í svefni.

Frekari upplýsingar verða veittar á næstu dögum samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingunni. BBC greinir frá. 

Green, sem var frá Bethnal Green í austurhluta Lundúna, stofnaði hljómsveitina goðsagnakenndu með trommaranum Mick Fleetwood árið 1967. 

Þeir félagar sannfærðu síðar bassaleikarann John McVie til að ganga til liðs við hljómsveitina. Undir leiðsögn Green gaf Fleetwood Mac út þrjár hljómplötur og fjölda smáskífa sem náðu gríðarlegum vinsældum, þar á meðal Albatross og Black Magic Woman.

Green hætti í hljómsveitinni árið 1970 en hann þjáðist af andlegum veikindum. Hann var síðar greindur með geðklofa og dvaldi á geðsjúkrahúsi á tímabili.

Green var, ásamt átta meðlimum Fleetwood Mac, tekinn inn í Frægðarhöll rokksins (e. Rock & Roll Hall of Fame). Aðrir meðlimir voru Mick Fleetwood, Stevie Nicks, Lindsey Buckingham, John McVie, Christine McVie, Danny Kirwan og Jeremy Spencer

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson