Þjóðin minnist Gísla Rúnars

Gísli Rúnar Jónsson.
Gísli Rúnar Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Margir hafa minnst leikarans Gísla Rúnars Jónssonar á samfélagsmiðlum í dag. Gísli Rúnar lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri. 

Gísli Rúnar var þjóðþekktur leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann kom að framleiðslu fjölda kvikmynda, þátta og leikrita. Efirminnilegt er frammistaða hans sem Anton flugstjóri í kvikmyndinni Stella í orlofi. 

Gísli var kvæntur leikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og áttu þau tvo syni saman, Björgvin Franz og Róbert Óliver. Gísli og Edda skildu árið 2000. 

Gísli lék í alls átta áramótaskaupum á árunum 1982 til 1996 auk þess sem hann skrifaði handritið að og leikstýrði áramótaskaupinu 1981. Hann leikstýrði einnig þáttunum Fastir liðir: eins og venjulega og Heilsubælinu.

„Látin er fyndnasti Íslendingur allra tíma. Guð blessi minningu Gísla Rúnars og gangi með öllu hans fólki þennan þunga slóða. Mér er hugsað til viðtals sem ég tók við hann í Bakaríinu á Bylgjunni fyrir um það bil ári það sem ég hló og hló en það er ekki hægt að
Hlæja í dag. En minningin og húmorinn lifir. Gísli er farinn í banka .. ekki banka,“ skrifaði lagahöfundurinn Einar Bárðarson um Gísla á Facebook
Leikarinn Bergur Þór Ingólfsson minntist Gísla á Facebook-síðu sinni í dag og sagði það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna með Gísla að uppsetningu leiksýninga sem hann þýddi. 

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju minntist Gísla í fallegri færslu. 

Þosteinn Guðmundsson leikari minntist Gísla í færslu á Facebook. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.