„Fólk vill enn sjá á mér brjóstin. Ég er 62!“

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP

Leikkonan Sharon Stone er þekkt fyrir að vera kyntákn. Eftir að hún komst á sjötugsaldurinn byrjaði hún að fá spennandi hlutverk en það var lítið að gera hjá kyntákninu á milli fertugs og sextugs. Sjálf leit hún aldrei á sig sem kynþokkafulla konu. 

„Það er erfitt af því að fólk býst við því að þú sért alltaf kynþokkafull,“ sagði Stone um kynþokkann í viðtali við Town&Country. „Það var mjög erfitt fyrir Marilyn Monroe. Hún gerði myndir sem skiptu mjög miklu máli eins og Bus Stop, The Misfits en hún komst einhvern veginn ekki út úr því að vera þetta kyntákn. Það er erfitt að losa sig við það.

Fólk vill enn sjá á mér brjóstin. Ég er 62! Þetta er bara: „Í alvöru? Þroskist aðeins!“ sagði Stone, sem hefur þó líka gaman af því að vera kyntákn og lýsir blaðamaður því hvernig hún tók um brjóstin á sér og sagði: „Hér eru brjóst.“

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP

Leikkonan telur að fólk hafi einfaldlega þurft á kyntákni að halda. „Ég meina, mér fannst ég aldrei vera kynþokkafull,“ sagði Stone sem segist hafa kannað myrku hliðina á sjálfri sér þegar hún lék í Basic Instinct og það hafi líklega heillað fólk. 

Nú þegar Stone er komin yfir sextugt segist hún fá tækifæri til þess að vera áhugaverð leikkona. Hún fær tækifæri til þess að taka að sér skapandi hlutverk og þarf ekki að hafa áhyggjur af hrukkum. Að vera leikkona í Hollywood á aldrinum 40 til 60 ára var hins vegar ekki gefandi. „Þú færð eiginlega ekki vinnu á milli fertugs og sextugs. Það skiptir ekki máli hvort þú ert á hátindi ferils þín, hvort þú varst nýbúin að leika í Casino,“ segir Stone og leggur áherslu á að það sé enga vinnu að fá á þessum aldri.  

Stone lék meðal annars í minni myndum upp úr 2010 sem hún segir að fáir hafi tekið eftir. Það hafi hins vegar verið gott fyrir sig.

Sharon Stone.
Sharon Stone. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að sitja undir harðri gagnrýni í dag. Leitaðu leiða til að stuðla að því að allir fái jafnt af kökunni.