Bond-leikarinn Michael Lonsdale látinn

Michael Lonsdale árið 2012.
Michael Lonsdale árið 2012. AFP

Bresk-franski leikarinn Michael Lonsdale sem þekktastur var sem illmennið Hugo Drax í Bondmyndinni Moonraker er látinn, 89 ára að aldri. 

Lonsdale, sem var tvítyngdur, lék í fleiri en 200 hlutverkum á sínum sextíu ára ferli, jafnt í stórum kvikmyndum sem í tilraunakenndum leikhúsverkum. 

Með silkimjúkri en áhrifamikilli rödd sinni og áberandi hökutopp vakti Lonsdale alltaf athygli þegar hann kom fram, jafnvel þó hann væri í litlu aukahlutverki. 

Verðlaunaður fyrir Of Gods and men

Einn af hápunktum ferils Lonsdale var árið 2010 þegar hann lék munk í kvikmyndinni Of Gods and Men sem byggð er á sönnum atburðum. Hún segir frá frönskum munkum sem voru myrtir eftir að þeim var rænt úr klaustri í borgarastyrjöld í Alsír árið 1996. 

Fyrir hlutverkið vann hann til Ceasar verðlaunanna árið 2011, sem eru útgáfa Frakklands af Óskarsverðlaununum, fyrir bestu frammistöðu aukaleikara. 

Lonsdale er þó flestum minnistæður sem sadíski iðnrekandinn Hugo Drax í Bondmyndinni Moonraker frá árinu 1979. Áætlun Drax var þar að tortíma jarðarbúum með taugagasi en sleppa sjálfur út í geim. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Talaðu út um hlutina, þannig að enginn þurfi að efst um tilgang þinn. Leitaðu að stærri og betri tækifærum - þau eru ekki of langt undan, ef þú bara opnar augun.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Talaðu út um hlutina, þannig að enginn þurfi að efst um tilgang þinn. Leitaðu að stærri og betri tækifærum - þau eru ekki of langt undan, ef þú bara opnar augun.