Lofar góðu partýi eftir kórónuveiru

Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen. AFP

Bruce Springsteen segist í viðtali við tímaritið ARP ætla að halda þrusu partý um leið og kórónuveiru-faraldurinn er liðinn hjá. 

Springsteen sem er 71 árs segist hafa það gott í miðjum kórónuveiru-faraldri en líkt og aðrir geti ekki beðið eftir að faraldrinum ljúki. „Það eina sem ég get sagt er að þegar þetta allt er yfirstaðið þá mun ég halda villtasta partý fyrr og síðar og ykkur er öllum boðið,“ segir Springsteen.

Í sama viðtali tjáir Springsteen sig um tónlist sína og segir margt af því sem hann hefur skapað endurspegli liðna tíma. „Ég var að hlusta á plötu sem ég gaf út 1975 og viðurkenni að sú plata var fyrir mörgum lífstíðum. Ég lifði því lífi og það var frábært en nú lifi ég allt öðru lífi. Ég lifði lífi þar sem ég ól upp börn ásamt konu minni. Það líf er nú búið. Við Patti lifum öðru lífi í dag. Á einni lífsleið fer maður í gegnum mörg líf,“ segir Springsteen.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Reyndu samt að tína það úr sem er þér að gagni en láttu hitt lönd og leið.