Trump hjólar í Meghan og Harry

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hvöttu Bandaríkjamenn til …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hvöttu Bandaríkjamenn til að skrá sig á kjörskrá. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hjólaði í Meghan hertogaynju af Sussex og Harry Bretaprins eftir að þau hvöttu fólk í Bandaríkjunum til þess að skrá sig á kjörskrá á þriðjudaginn.

Trump var spurður út hvað honum fyndist um að Meghan og Harry væru að hvetja til þess að „fólk kysi Joe Biden“ á blaðamannafundi á miðvikudag. „Ég er ekki aðdáandi hennar og ég myndi orða þetta svona, og hún hefur líklegast heyrt þetta áður, ég óska Harry góðs gengis, því hann þarf á því að halda,“ sagði Trump. 

Donald Trump er í nöp við Harry og Meghan.
Donald Trump er í nöp við Harry og Meghan. AFP

Harry og Meghan hafa ekki hvatt til þess að fólk kjósi einn frambjóðenda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fram yfir annan. Prinsinn hvatti til þess að tilvonandi kjósendur myndu „hafna hatursorðræðu, misvísandi upplýsingum og neikvæðni í netheimum“ í ræðu sinni á þriðjudag. 

Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa hefðinni samkvæmt ekki sagt neitt opinberlega um kosningar eða stjórnmál, hvort sem það sé í sínu heimalandi eða öðru landi. Harry og Meghan sögðu skilið við bresku krúnuna í upphafi árs 2020 en samt sem áður þykir athyglisvert að þau láti stjórnmálin sig varða. 

The Times leitaði eftir viðbrögðum frá Buckinghamhöll í vikunni og fengu þau svör að orð Harrys væru persónuleg. 

„Hertoginn vinnur ekki fyrir konungsfjölskylduna og allt það sem hann kann að gefa út er persónulegt,“ sagði í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes