Big Bang Theory-stjarna var með veiruna

Leikarinn Jim Parsons.
Leikarinn Jim Parsons. AFP

Leikarinn Jim Parsons og eiginmaður hans Todd Spiewak veiktust af kórónuveirunni um miðjan mars síðastliðinn. 

Í viðtali við Jimmy Fallon sagði Parsons að þeir hefðu haldið að þeir væru bara með venjulega flensu. Þegar þeir byrjuðu að missa lykt- og bragðskyn áttuðu þeir sig svo á því að þeir væru líklegast með veiruna. 

„Við vissum ekki hvað þetta var. Við héldum að við værum bara með kvef. Síðan fór það að virðast ólíklegt og síðan að lokum misstum við lyktar- og bragðskyn,“ sagði Parsons. 

„Ég áttaði mig ekki á því hvernig bragð- og lyktarskyn getur algjörlega horfið. Og þegar þú ert í einangrun þá er í raun ekkert annað að gera en borða. Ó Guð, þetta var svo slæmt,“ sagði Parsons og viðurkenndi að hann hefði borðað hvað sem var á meðan hann var veikur. 

„Ég fann ekkert bragð. Þetta var hin fullkomna skilgreining á illa nýttum hitaeiningum,“ sagði Parsons. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson