Kvæntist í annað sinn 73 ára

Larry David er kvæntur maður.
Larry David er kvæntur maður. Ljósmynd/imdb

Grínistinn Larry David er búinn að gifta sig. Curb Your Enthusiasm-stjarnan kvæntist kærustu sinni Ashley Underwood á miðvikudaginn í Kaliforníu. Parið kynntist fyrir þremur árum en Underwood er töluvert yngri en hinn 73 ára gamli David. 

David og Underwood kynntust árið 2017 í afmæli grínleikarans Sacha Barons Cohens. Underwood vann við framleiðslu þátta með Cohen og er vinkona eiginkonu hans, grínleikkonunnar Islu Fisher. 

Þetta er annað hjónaband Davids sem er einna þekktastur fyrir að skrifa Seinfeld-þættina vinsælu. Hann var giftur umhverfisverndarsinnanum Laurie David í 14 ár og eiga þau tvær dætur saman. Hjónabandinu lauk árið 2007.

Larry David kynntist konu sinn í afmæli Sacha Baron Cohen. …
Larry David kynntist konu sinn í afmæli Sacha Baron Cohen. Hér er Cohen og Isla Fisher. REUTERS
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.