Gæti verið síðasta serían af Grey's Anatomy

Ellen Pompeo segir að 17. sería af Grey's Anatomy gæti …
Ellen Pompeo segir að 17. sería af Grey's Anatomy gæti verið sú síðasta. AFP

Grey's Anatomy-stjarnan Ellen Pompeo segir að serían af Grey's Anatomy sem fer í loftið í nóvember gæti verið sú síðasta. Tökur hófust á seríunni í lok sumars en þetta er sú 17. sem fer í loftið. 

„Við vitum í raun ekki hvenær þáttunum mun ljúka enn þá. En sannleikurinn er sá að þetta gæti verið árið,“ sagði Pompeo í viðtali við Variety

„Ég er stöðugt að berjast fyrir því að þættirnir verði eins góðir og þeir geta verið. Sem framleiðandi finnst mér ég hafa leyfi til þess að gera það. Ég meina þetta er síðasta árið af samningnum mínum. Ég veit ekki hvort þetta sé síðasta árið mitt, en það gæti vel verið það,“ sagði Pompeo. 

Þættirnir fóru fyrst í loftið árið 2005 og fer Pompeo með aðalhlutverkið í þáttunum. Pompeo sagði í viðtalinu að hún gerði sér vel grein fyrir hvaða áhrif orð hennar í viðtalinu hefðu á framleiðslu þáttanna. „Þarna ertu komin með tilvitnunina. Þarna er smellubrellan þín. ABC er á línunni,“ sagði Pompeo og hló í viðtalinu. 

„Það er ekki létt að taka þessa ákvörðun. Það er fullt af fólki í vinnu hjá okkur og við erum með stóran vettvang. Og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég er bara að meta stöðuna um hvað við getum gert. Ég er mjög, mjög, mjög spennt fyrir þessari seríu. Þetta verður örugglega ein af okkar bestu seríum. Og ég veit að það hljómar klikkað að segja það, en það er satt,“ sagði Pompeo.

Í 17. seríu verður meðal annars fjallað um kórónuveiruheimsfaraldurinn. Fyrsti þátturinn fer í loftið vestanhafs hinn 12. nóvember næstkomandi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.