„Alltaf markmiðið að reyna að komast á Netflix“

Netflix hefur keypt sýningarréttin af sýningu Ara Eldjárn, pardon my …
Netflix hefur keypt sýningarréttin af sýningu Ara Eldjárn, pardon my Icelandic.

Grínistinn Ari Eldjárn hefur selt sýningu sína, Pardon my Icelandic, til efnisveitunnar Netflix. Sýningin mun því ná til um 950 milljón áhorfenda um allan heim. Sýningin er um þriggja ára gömul og var búin til fyrir enskumælandi áhorfendur. Hún kemur inn á Netflix eftir mánuð.   

Hann hefur flutt sýninguna í Edinborg, London og Melbourne. „Þetta var sýning sem fékk að ferðast svolítið og ég var með það á bak við eyrað að koma henni í einhverja dreifingu,“ segir Ari. 

Hann segir að eftir að hann fékk umboðsmann í Bretlandi hafi hjólin tekið að snúast. Samræður við Netflix hafi verið í gangi um nokkurn tíma. „Það var alltaf markmiðið að reyna að komast inn á Netflix. Sérstaklega þar sem ég er ekki tilbúinn að flytja til útlanda til að ferðast með þetta. Því var ég alltaf með það á bak við eyrað að sýna hana á hátíðum og reyna svo að koma henni í sýningu með þessum hætti,“ segir Ari. 

Íslenskir áhorfendur í sal 

Sýningin sem um ræðir er tekin upp í Þjóðleikhúsinu fyrir framan 500 áhorfendur sem flestir eru íslenskir þótt sýningin sé á ensku. „Ég tók upp sýninguna hér heima og það skiptir miklu máli sjónrænt að geta tekið hana upp í Þjóðleikhúsinu frekar en að vera á minni stöðum eins og oftast var úti. Hún lítur svakalega vel út og ég mjög stoltur af henni, “ segir Ari.

Ari er vinsæll víða.
Ari er vinsæll víða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Ara er hann bundinn trúnaði um fjármálahlið samningsins við Netflix. Hann segir þó að Netflix eigi sýningarréttinn hér eftir. „Það sem ég hef langmestan áhuga á er að það sjái þetta sem flestir. í venjulegu árferði myndi maður vilja fara með sýningu í ferðalag beint á eftir, en það er ekki hægt. Kannski verður annað upp á teningnum árið 2022. Þá verður fróðlegt að sjá hvort þetta hafi gárað vatnið eitthvað upp á miðasölu. Þetta er svona dæmi að ef manni býðst að vera á Netflix, þá tekur maður því,“ segir Ari. 

Er mjög stoltur af því að kunna ensku

Hvernig finnst þér að vera fyndinn á ensku?

„Mér finnst það stórskemmtilegt. Ég bjó í Englandi þegar ég var barn og lærði mjög snemma ensku. Fyrir vikið upplifði ég nokkur ár sem krakki þar sem ég var einn af örfáum sem kunnu ensku í vinahópnum. Mér finnst enn þann dag í dag mjög merkilegt að ég kunni ensku. Mér líður ennþá eins og þegar ég var sjö ára því ég er mjög ánægður með það að kunna ensku. Þótt allir kunni ensku í dag líður mér engu að síður eins og ég sé með ofurkrafta,“ segir Ari. 

Ari Eldjárn hér í viðtali hjá þáttastjórnanda spjallþáttarins The Project …
Ari Eldjárn hér í viðtali hjá þáttastjórnanda spjallþáttarins The Project á ensku sem Ari segist mjög stoltur af því að kunna. Mynd/The Project, Network Ten

Spurður um það hvort hann telji sig fyndnari á ensku eða íslensku segir hann að móðurmálið hafi vinninginn. „Ég á mjög góða spretti á ensku en ég held að manni líði alltaf best á frummálinu,“ segir Ari. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Gættu þess þó að vera ekki of aðgangsharður við aðra.