BBC þarf að svara alvarlegum ásökunum

Martin Bashir er sagður hafa falsað reikninga og logið upp …
Martin Bashir er sagður hafa falsað reikninga og logið upp á meðlimi konungsfjölskylduna til að fá Díönu til þess að koma í viðtal til sín. IAN WALDIE

Michael Grade, fyrrverandi stjórnarformaður breska ríkisútvarpsins, BBC, segir ásakanirnar um að Martin Bashir hafi falsað reikninga til að fá Díönu prinsessu til að koma í viðtal við sig alvarlegar. BBC greinir frá.

BBC hefur lofað að hefja rannsókn á málinu sem Charles Spencer, bróðir Díönu, vakti fyrst athygli á. Spencer segir að Bashir hafi falsað reikninga og haldið fram lygum um meðlimi konungsfjölskyldunnar til þess eins að fá Díönu í viðtal. Um er að ræða viðtalið fræga í þættinum Panorama sem fór í loftið árið 1995.

Grade segir að BBC eigi að bera ábyrgð á þessu. „Það hangir mjög dökkt ský yfir vinnubrögðum blaðamanna á BBC,“ sagði Grade í viðtali við Radio 4 í dag. 

„Vegna ásakana Spencers, Channel Four og Daily Mail þarf að skoða þetta mál ofan í kjölinn. Það þarf að tilkynna sjálfstæða rannsókn á því og niðurstöðurnar þarf að birta,“ sagði Grade. 

Heimildarmyndin Diana: The Truth Behind the Interview var sýnd á Channel 4 í síðasta mánuði og ásakanir Spencers voru birtar í Daily Mail í síðustu viku. 

Martin Bashir.
Martin Bashir. AP

Taka málið alvarlega

Útvarpsstjóri BBC, Tim Davie, sagði í dag að stjórn BBC tæki þessar ásakanir alvarlega og væri að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu. 

„Martin Bashir er í veikindaleyfi sem læknar hans skrifuðu upp á. Hann jafnar sig nú á fjórfaldri hjartaaðgerð og glímir einnig við alvarleg veikindi eftir að hafa veikst af kórónuveirunni fyrr á þessu ári,“ sagði talsmaður BBC þegar innt var eftir hvort Bashir myndi tjá sig um málið. 

Ásakanir Spencers eru alvarlegar. Hann segir að Bashir hafi spunnið lygavef um bresku konungsfjölskylduna í tilraun til að vinna traust hans og systur hans Díönu prinsessu og fá hana til að koma í viðtal. 

Hann sagði henni að pósturinn hennar væri skoðaður, bíll hennar eltur og síminn hleraður. 

Bashir sagði einnig að lífvörður hennar væri að skipuleggja ráðabrugg gegn henni og að vinir hennar lækju sögum í fjölmiðla. Spencer segir að hann hefði aldrei kynnt Bashir fyrir systur sinni nema vegna þess að hann hefði sýnt sér falsaða reikninga sem hann taldi ekta.

Bankareikningarnir sýndu greiðslur til tveggja starfsmanna bresku konungsfjölskyldunnar fyrir að leka upplýsingum um prinsessuna. 

BBC hefur beðist afsökunar á fölsuðu reikningunum en hefur haldið því fram að reikningarnir hafi ekkert með það að gera að Díana ákvað að fara í viðtalið við Bashir. 

Í kvöld og annað kvöld verður heimildarmynd sýnd á ITV þar sem rætt er við grafískan hönnuð sem segist hafa búið fölsku reikningana til. Hann segir að hann hafi verið gerður að blóraböggli og krefst afsökunar. 

Díana prinsessa lést 31. ágúst 1997 í bílslysi í París, 36 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes