Elon Musk „líklega“ með veiruna

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Frumkvöðullinn Elon Musk segist „líklega“ hafa fengið væga sýkingu kórónuveirunnar. Hann segir að niðurstöðum úr sýnatökum beri ekki saman. 

Musk greindi frá því á Twitter að hann fyndi fyrir einkennum mildrar kvefpestar. 

Nærri 11 milljónir tilfella kórónuveirunnar hafa greinst í Bandaríkjunum og fleiri en 245.000 hafa látist af völdum hennar. Rúmlega 67.000 eru inniliggjandi með veiruna. 

Á föstudag dró Musk nákvæmni sýnatökuprófa í efa. „Eitthvert svindl er í gangi. Fór fjórum sinnum í covidpróf í dag. Tvö voru neikvæð, tvö voru jákvæð. Sama vél, sama próf, sami hjúkrunarfræðingur,“ sagði Musk á Twitter. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.