Bobby Brown yngri fannst látinn 28 ára

Bobby Brown yngri sést hér fyrir miðju á mynd sem …
Bobby Brown yngri sést hér fyrir miðju á mynd sem var tekin árið 2018. Á myndinni með honum er bróðir hans Landon Brown og faðir hans Bobby Brown. AFP

Bobby Brown yngri, 28 ára gamall sonur tónlistarmannsins Bobbys Browns, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á miðvikudaginn. Lögreglan í Los Angeles staðfestir lát hans. Þetta er annað barn Browns sem deyr fyrir aldur fram. 

Lögreglan kom á staðinn eftir að hringt var á læknishjálp. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var Brown yngri látinn. Ekki er vitað að svo stöddu hvað olli því að hann lést. 

Bobby Brown eldri missti einnig dóttur sína, Bobbi Kristinu, sem hann átti með Whitney Houston. Bobbi Kristina Brown var 22 ára þegar hún fannst látin í baðkari árið 2015. Hún var undir áhrifum eiturlyfja þegar hún lést. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sjálfsagt að velta fyrir sér öllum möguleikum áður en þú ákveður nokkuð um framhaldið. Morgundagurinn verður mun betri.