Fær enn furðuleg bréf frá aðdáendum

Jamie Dornan fær enn furðuleg skilboð frá aðdáendum Fifty Shades …
Jamie Dornan fær enn furðuleg skilboð frá aðdáendum Fifty Shades of Grey. AFP

Leikarinn Jamie Dornan fær enn mjög furðuleg bréf og skilaboð frá aðdáendum kvikmyndanna Fifty Shades of Grey. Dornan sló eftirminnilega í gegn í þríleiknum en síðasta myndin kom út árið 2018.

Dornan sagði frá einu bréfi sem hann fékk nýlega í viðtali við Variety. Þá fékk hann sendar fjölda mynda af barni sem sendandinn sagði að væri barnið hans. „Einhver sagði að þetta væri mitt barn, og eiginkona mín ætti að vita að ég ætti þetta 7 ára gamla barn. Ég held hán hafi verið að segja að við Dakota Johnson hefðum eignast barnið á meðan við lékum í fyrstu Fifty Shades myndinni. Þetta vakti athygli okkar. Þetta var frekar klikkað,“ sagði Dornan. 

Dornan er giftur tónskáldinu Ameliu Warner og eiga þau þrjú börn saman. Dornan sagðist ekki kannast við að hafa eignast fjórða barnið í leyni með móttleikkonu sinni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.