Á forsíðunni 28 árum síðar

Kate Moss er á forsíðu breska Vogue.
Kate Moss er á forsíðu breska Vogue. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Kate Moss prýðir forsíðu janúarútgáfu breska Vogue. Fyrirsætan, sem verður 47 ára í næsta mánuði, sýnir að hún hefur engu gleymt þrátt fyrir að vera töluvert eldri en flestar fyrirsætur.

Forsíðan markar einnig ákveðin tímamót þar sem það eru næstum því 28 ár síðan Moss sat fyrst fyrir hjá Vogue. Hún var einnig á forsíðunni árið 1993. Moss hefur síðan þá oft setið fyrir á forsíðu blaðsins og hefur greinilega ekkert breyst.  

Á instagramsíðu breska Vogue má sjá forsíðuna og nokkrar myndir úr myndatökunni sem Moss fór í. 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.