Efna til fjölmennra áramótatónleika í netheimum

Jónsi í Sigur Rós í þrívíddar ham sínum.
Jónsi í Sigur Rós í þrívíddar ham sínum. Ljósmynd/Aðsend

Á meðan stærstum hluta tónlistarfólks hefur verið meinað að koma fram og flytja tónlist sína hafa nokkrir tónlistarmenn tekið saman höndum við myndlistarmenn, hönnuði, tæknitröll og tölvuleikjasmiði um að efna til ærlegs áramótafagnaðar sem ekki á sér fordæmi.

Um er að ræða heljarinnar áramótatónleika sem fara fram klukkan 23:35 á gamlárskvöld en tónleikarnir verða sýndir á Rúv. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Oz auk samfélagsmiðilsins Snapchat. 

Verndari tónleikanna, Jakob Frímann Magnússon, segir í samtali við mbl.is að verkefnið sé afrakstur spjalls sem hann og vinur hans, Guðjón Már Guðjónsson, hafa átt í gegn um árin.

Allir geta búið til sitt þrívíddarsjálf í gegn um Áramót.is …
Allir geta búið til sitt þrívíddarsjálf í gegn um Áramót.is og dansað á áramótatónleikunum í netheimum. Ljósmynd/Aðsend

„Við höfum velt því fyrir okkur um árabil að skapa kost á því að hljómsveit, eins og til að mynda sú sem ég hef starfað með um árabil, geti haft hamskipti og komið fram á mörgum stöðum samtímis. Til að slíkt megi gerast þurfa viðkomandi listamenn að klæðast skynklæðum sem skynja hreyfingar og geta umbreytt þeim í ævintýraheim þar sem allt önnur lögmál gilda en í raunheimum.

Þar er listamaðurinn kominn í annan ham. Hann er orðinn að rafrænni fylgju sjálfs sín. Þegar hann stígur fram í skynklæðum sínum mun hin rafræna fylgja stíga fram í rafrænu víddinni. Þegar hann ber hljóðnema að vörum sér gerir rafræna fylgjan slíkt hið sama,“ segir Jakob Frímann.

Til þess að vera með verða áhorfendur að skrá sig inn á síðunni Áramót.is og búa sér til hliðarsjálf í þrívíddarútgáfu sem mætir á tónleikana í netheimum. Á tónleikunum munu koma fram frambærilegasta tónlistarfólk Íslands, Sigur Rós, Kaleo, Auður, Bríet, Grýlurnar, Stuðmenn og Friðrik Dór. 

Tónleikarnir eru fyrstir sinnar tegundar í heiminum en Jakob Frímann segir að þau séu ekki að boða neina trú. „Þetta er til gamans gert. Við erum ekki að boða nýja trú heldur lyfta okkur upp og lyfta okkur upp úr hversdeginum,“ segir Jakob.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes