Hafdís Huld á mest seldu plötu ársins

Hafdís Huld trónir á toppnum.
Hafdís Huld trónir á toppnum. Eggert Jóhannesson

Platan Vögguvísur með söngkonunni Hafdísi Huld er mest selda plata ársinsin 2020 en hún seldist í 3.939 eintaka samkvæmt mælingu Félags Hljómplötuframleiðanda. Næst mestselda plata ársins ver Kveðja, Bríet eftir sögnkonuna Bríeti. 

Listinn nær til seldra vínyl platna og geisladiska og þá er streymi einnig umreiknað í seld eintök. Hvert lag af 10 laga breiðskífu þarf að ná 100 streymum, eða öll 10 lögin samtals 1.000 streymum, til að jafngilda einu seldu eintaki af breiðskífu.

Í tilviki geisladiska og vínyl platna er um að ræða smásölu í þeim verslunum sem taka þátt, en eins og áður vantar inn nær alla sölu sem á sér stað utan verslana, svo sem sölu á tónleikum eða beint frá listamanninum. Slók sala getur verið veruleg í mörgum tilvikum.

 1. Vögguvísur - Hafdís Huld
 2. Kveðja, Bríet - Bríet
 3. Shoot For The Stars Aim For The Moon - Pop Smoke
 4. After Hours - The Weeknd
 5. WHEN WE ALL FALL ASLEEP, WHERE DO WE GO? - Billie Eilish
 6. Fine Line - Harry Styles
 7. Sátt/Bury The Moon - Ásgeir
 8. Debussy - Rameau - Víkingur Heiðar Ólafsson 
 9. GDRN - GDRN
 10. Í miðjum kjarnorkuvetri - JóiPé og Króli
 11. Meet The Woo 2 - Pop Some
 12. Hollywood's Bleedin - Post Malone
 13. AFSAKANIR - Auður
 14. ASTROWORLD - Travis Scott
 15. Dýrin í Hálsaskógi - Úr leikriti
 16. A/B - Kaleo
 17. Regnbogans stræti - Bubbi Morthens
 18. Divinely Uninspired To A Hellish Extent - Lewis Capaldi
 19. Please Excuse Me For Being Antisocial - Roddy Ricch
 20. Best gleymdu leyndarmálin - Hipsumhaps
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er óhætt að setja markið hátt því þú munt ná því. Hafðu í huga að allir eru með sinn sérstaka stíl, ekki reyna að breyta öðrum.