Enn ástfangin eftir 25 ára hjónaband

Ted Danson og Mary Steenburgen eru afar ástfangin.
Ted Danson og Mary Steenburgen eru afar ástfangin. AFP

Ted Danson og Mary Steenburgen hafa verið gift í 25 ár og segja hjónabandið mjög gott og gæfuríkt.

Danson, sem er 73 ára, lýsti hjónabandinu í viðtali við Entertainment Tonight. 

„Við erum ástfangin. Það skiptir máli. Við fáum hvort annað til þess að hlæja. Ég dáist að henni. Ef ég gæti verið kona þá myndi ég vilja vera hún,“ sagði Danson. 

„Við erum ánægð í félagsskap hvort annars og erum mjög öguð að minna okkur á hversu lánsöm við erum.“

Steenburgen hefur áður sagt í viðtali að litlu hlutirnir skipti máli í hjónabandi þeirra.

„Hann er vingjarnlegur við mig á hverjum einasta degi. Ef hann þarf að mæta snemma í vinnuna þá vakna ég á undan honum og útbý kaffi. Hann gerir slíkt hið sama fyrir mig. Það eru þessir litlu hlutir sem renna stoðum undir líf okkar saman og ég er mjög þakklát fyrir þá. Hann nærir mig sem konu og listamann og fær mig til þess að vera trú sjálfri mér. Ég vona að ég geri slíkt hið sama fyrir hann,“ sagði Steenburgen.

Þá hrósar Danson henni á hverjum degi. „Á hverjum degi segir hann mér að ég sé falleg. Ég þekki margar konur sem búa ekki við slíkt atlæti. Og það skiptir máli að einhver hrósi manni.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra.