Íslenskur myndasöguhöfundur fer til La Rochelle

Elísabet Rún er myndasöguhöfundur.
Elísabet Rún er myndasöguhöfundur. Ljósmynd/Aðsend

Myndasöguhöfundurinn Elísabet Rún var valin úr hópi umsækjenda um dvöl í La Rochelle á vegum sendiráðs Frakklands á Íslandi, Centre Intermondes de la Rochelle, Rithöfundasambands Íslands, Alliance Française de Reykjavik og Institut Français.

Umsóknir um dvöl i La Rochelle voru opnar rithöfundum og myndasöguhöfundum og þurftu þeir að sækja um fyrir 4. desember síðastliðinn. Í nóvember 2020 kom bandaríski myndasöguhöfundurinn Dan Christensen, sem er búsettur í La Rochelle í Frakklandi, á vegum sömu listamannaskipta og hélt meðal annars fyrirlestra í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Elísabet Rún er ungur myndasöguhöfundur og teiknari frá Reykjavik með diplómu í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavik og í myndasöguteikningu frá ÉESI í Angouleme, Frakklandi.

Elísabet mun dvelja í mánuð í La Rochelle í júní 2021 og fær ferðastyrk frá RSÍ og gistingu og vinnustofu í boði Centre Intermonde de la Rochelle og Institut Francais.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir