Íslenskur myndasöguhöfundur fer til La Rochelle

Elísabet Rún er myndasöguhöfundur.
Elísabet Rún er myndasöguhöfundur. Ljósmynd/Aðsend

Myndasöguhöfundurinn Elísabet Rún var valin úr hópi umsækjenda um dvöl í La Rochelle á vegum sendiráðs Frakklands á Íslandi, Centre Intermondes de la Rochelle, Rithöfundasambands Íslands, Alliance Française de Reykjavik og Institut Français.

Umsóknir um dvöl i La Rochelle voru opnar rithöfundum og myndasöguhöfundum og þurftu þeir að sækja um fyrir 4. desember síðastliðinn. Í nóvember 2020 kom bandaríski myndasöguhöfundurinn Dan Christensen, sem er búsettur í La Rochelle í Frakklandi, á vegum sömu listamannaskipta og hélt meðal annars fyrirlestra í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Elísabet Rún er ungur myndasöguhöfundur og teiknari frá Reykjavik með diplómu í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavik og í myndasöguteikningu frá ÉESI í Angouleme, Frakklandi.

Elísabet mun dvelja í mánuð í La Rochelle í júní 2021 og fær ferðastyrk frá RSÍ og gistingu og vinnustofu í boði Centre Intermonde de la Rochelle og Institut Francais.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.