Ricky Gervais elskar nýju kisuna

Ricky Gervais og kærasta hans til fjölda ára, Jane Fellon, …
Ricky Gervais og kærasta hans til fjölda ára, Jane Fellon, hafa eignast nýjan kött.

Breski grínistinn og Íslandsvinurinn Ricky Gervais og kærasta hans til fjölda ára, Jane Fellon, hafa eignast nýjan kött. Ricky, sem er meðal annars höfundur bresku Office þáttanna, tilkynnti þetta nýlega á Twitter en þar er hann með 2,9 milljónir fylgjenda. Þar er skemmtileg mynd af honum þar sem hann skartar 66°Norður húfu á höfðinu með nýju kisuna sér við hlið.

Gervais er mikill kattarvinur en hann segir á Twitter að hann syrgi enn síamsköttinn Ollie sem kvaddi í fyrra. Gervais segir að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn sé fallegur og algert yndi.

Gervais kom til Íslands árið 2017 þegar hann var með tvær uppistandssýningar í Hörpu og hreifst mjög af landi og þjóð. Með í för var kærasta hans og nutu þau lífsins á Íslandi og fengu hádegisverðarboð á Bessastaði til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands.

Gervais hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að hann geti ekki beðið eftir því að koma aftur til Íslands til að halda næstu uppistandssýningu. Það verður þó einhver bið á því væntanlega vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.