Fyrrverandi eiginkona Emhoffs við innsetningarathöfnina

Kerstin Emhoff ásamt börnum sínum Ellu og Cole þann 20. …
Kerstin Emhoff ásamt börnum sínum Ellu og Cole þann 20. janúar. Skjáskot/Instagram

Kerstin Emhoff, fyrrverandi eiginkona Dougs Emhoffs, núverandi eiginmanns Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, var viðstödd innsetningarathöfn Joes Bidens og Harris. 

Kerstin kom með börnum sínum tveimur, Cole og Ellu, sem hún átti með Emhoff. Gott samband hefur verið á milli Kerstin og varaforsetahjónanna síðastliðin ár. 

Kerstin tók einnig þátt í nokkrum viðburðum í kringum innsetningarathöfnina alla þessa viku sem hún hefur deilt á Instagram. Þá var hún einnig virk í kosningabaráttunni og hvatti fylgjendur sína á Instagram til að kjósa Biden og Harris.

Kerstin og Doug voru gift í 25 ár áður en þau skildu. Harris giftist Doug í ágúst 2014 og varð þá stjúpmóðir barnanna tveggja. Hún talaði mikið um stjúpbörn sín í kosningabaráttunni og hefur meðal annars greint frá því að þau kalli sig Momölu.

View this post on Instagram

A post shared by Kerstin Emhoff (@kemhoff)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.