Kardashian komin með frægan kærasta

Kourtney Kardashian og Travis Barker.
Kourtney Kardashian og Travis Barker. Samsett mynd

Raunveruleikaþáttastjarnan Kourtney Kardashian er komin með kærasta. Nýi kærastinn heitir Travis Barker og á sinn aðdáendahóp enda er hann trommari í hinni geysivinsælu hljómsveit Blink 182. Parið er búið að vera vinir lengi en ástarsambandið er nýtt af nálinni. 

„Þau hafa verið að hittast í einn eða tvo mánuði,“ sagði heimildarmaður People sem sagði þau hafa verið vini lengi en nú væri vinasambandið orðið að ástarsambandi. 

Heimildarmaður ET tekur undir að þau hafi verið vinir lengi en nýlega hafi sambandið þróast út í ástarsamband. Parið býr nálægt hvort öðru og börnum þeirra beggja kemur vel saman. 

Elsta Kardashian-systirin er 41 árs en tónlistarmaðurinn er 45 ára. Aðdáendur þeirra komu auga á að eitthvað væri í gangi á milli þeirra þegar þau birtu myndir á Instagram um helgina úr húsi Kris Jenner, móður Kardashian. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú standir nokkuð vel að vígi fjárhagslega áttu samt langt í land til að geta fjárfest það sem hugur þinn stendur til. Kannski hreinskilinn eða ákveðinn, en ekki grimmur.