Donald Trump dýrkaði Katrínu Jakobsdóttur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var gestur í hlaðvarpinu Hæ hæ – ævintýri Helga og Hjálmars. Þar ræddi hann meðal annars um Donald Trump og sagði að hann hefði verið einstaklega hrifinn af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. 

„Nú þekki ég nokkuð marga og maður getur sagt: Þessi gaur er eins og ... – en það er ekki þannig með Trump. Þetta er alveg nýtt. Það fer ekkert fram hjá neinum þegar hann er á vettvangi. Hann dýrkaði Kötu Jak. Fannst hún alveg frábær. Vildi fá hana í sjónvarp. Hún var svolítið sjokkeruð yfir því,“ sagði Guðlaugur.

Guðlaugur segir síðan hvernig hafi verið þegar hann kynnti sig fyrir Trump. „Daginn eftir er ég á fundinum en ekki hún. Þar hitti ég okkar mann. Hann er þarna rétt hjá mér. Ég svíf á hann og kynni mig. Þá segir Trump: „Iceland? Where is your boss? I love her. She is fantastic!“,“ sagði Guðlaugur.

Guðlaugur náði ekki meira tali af forsetanum þáverandi – því hann hreinlega gekk yfir hann til að fara og hitta Katrínu aftur. „Hann gekk bara yfir mig. Það var skófar af Donald Trump á hausnum á mér.“

Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn af Hæ hæ – ævintýri Helga og Hjálmars á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson