Faðir Spears fær ekki fulla stjórn aftur

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Dómari í Los Angeles vísaði á bug mótmælum Jamies Spears, föður tónlistarkonunnar Britney Spears, gegn því að Bessemer-sjóðurinn tæki við helmingsábyrgð yfir fjármálum dóttur hans. Lögmenn feðginanna hafa tekist á um lögráðamannsmál tónlistarkonunnar fyrir dómara undanfarna mánuði. 

Á stöðufundi hjá dómara í gær var það niðurstaðan að Jamie myndi ekki endurheimta full völd yfir fjármunum dóttur sinnar. Dómari hafði á síðasta ári skipað fjármálafyrirtækið Bessimer yfir fjármál hennar ásamt Jamie. 

Jamie hefur verið lögráðamaður dóttur sinnar í að verða þrettán ár. Hann hefur ráðið ferðinni hvað varðar fjármál hennar, tónlistarferil og allt hennar persónulega líf. Lögmaður Britney fór fram á það við dómara á síðasta ári að Jamie fengi ekki að halda áfram að vera lögráðamaður Britney en hafði ekki erindi sem erfiði. 

Á föstudag fyrir viku kom út heimildamynd um lögráðamannsmál Britney Spears. Heimildamyndin hefur vakið mikla athygli og endurvakið hreyfinguna #FreeBritney sem berst fyrir því að Britney verði sjálfráða á ný.

The Guardian

Variety

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson