Sambandið við Allen helsta eftirsjáin

Mia Farrow.
Mia Farrow. AFP

Leikkonan Mia Farrow og börn hennar Dylan og Ronan Farrow koma fram í nýjum heimildarþáttum HBO, Allen v. Farrow. Í þáttunum er kafað ofan í samband Farrow við fyrrverandi mann hennar, kvikmyndaleikstjórann Woody Allen. 

Dyl­an Farrow, sem var ætt­leidd af Allen og þáver­andi konu hans, Miu Farrow, hef­ur greint frá því hvernig Allen beitti hana kyn­ferðis­legu of­beldi þegar hún var sjö ára göm­ul árið 1992. Skilnaður þeirra var afar hat­ramm­ur en Allen yf­ir­gaf konu sína fyr­ir ætt­leidda dótt­ur henn­ar úr fyrra hjóna­bandi, Soon-Yi Previn, sem var 21 árs á þess­um tíma.

Í stiklu fyrir þættina er því lýst hvernig samband Farrow og Allens hafi litið út fyrir að vera fullkomið. Annað hafi þó komið í ljós. „Ég var svo ótrúlega glöð en það er helsta eftirsjá mín í lífinu. Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei hitt hann,“ segir Farrow í stiklunni. 

Farrow lýsir því líka þegar hún fann myndir af Soon-Yi Previn, ættleiddri dóttur sinni, á heimili Allens. Segist hún hafa átt erfitt um andardrátt þegar hún áttaði sig á hvað hefði mögulega átt sér stað milli leikstjórans og Previn sem þá var tvítug. Previn og Allen gengu í hjónaband í lok árs árið 1997. 

Woody Allen og Soon Yi Previn.
Woody Allen og Soon Yi Previn. AFP

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá stikluna en þættirnir verða frumsýndir á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson