Giftist ekki eiginmanninum vegna peninga

Salma Hayek.
Salma Hayek. AFP

Leikkonan Salma Hayek þvertekur fyrir að hún hafi gifst eiginmanni sínum, Francois Henri Pinault, vegna peninga. Hún segir að margir hafi viðrað þá skoðun þegar hún giftist honum en fimmtán ára hjónaband sýni og sanni að ekki hafi verið um peningabrúðkaup að ræða. 

Hayek var gestur Dax Shepherds í hlaðvarpsþáttunum Armchair Expert. Shepherd byrjaði að ræða eiginmann hennar og sagði hann vera mjög skemmtilegan, hlýjan og góðan mann eftir að hann hitti hann. 

„Ég ætla að vera heiðarlegur, ég vissi ekki hver hann var, ég heyrði bara eða las fyrirsögn um að þú hefðir gifst mjög ríkum manni. „Kannski þess vegna giftist hún honum,“ hugsaði ég,“ sagði Shepherd. 

Salma Hayek og eiginmaður hennar Francois-Henri Pinault.
Salma Hayek og eiginmaður hennar Francois-Henri Pinault. AFP

„Málið er að myndir ná alls ekki að fanga hversu töfrandi hann er. Hann hefur gert mig miklu betri manneskju, og ég hef vaxið með honum á svo góðan og heilbrigðan máta. Og veistu, þegar ég giftist honum sögðu allir: „Ó, hún giftist honum vegna penginganna.“ Og ég bara: „Já, haltu bara það sem þú vilt halda, tíkin þín.“ Fimmtán árum seinna og við erum enn ástfangin. Ég verð ekki einu sinni móðguð, mér er bara alveg sama,“ sagði Hayek.

Hayek og Pinault gengu í það heilaga á Valentínusardag fyrir fimmtán árum og eiga saman dótturina Valentinu 12 ára. 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að þú getur ekki alltaf gert svo öllum líki. Láttu ekkert verða til að æsa þig upp. Reyndu að skoða hegun þína í raunsæju ljósi.