Var nakin þegar kærastinn bað hennar

Ricki Lake og Ross Burningham eru trúlofuð.
Ricki Lake og Ross Burningham eru trúlofuð. skjáskot/Instagram

Leikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ricki Lake var nakin þegar verðandi eiginmaður hennar Ross Burningham bað hana að eyða því sem eftir væri ævinnar með sér. Lake ræddi bónorðið í þaula í viðtali við Andy Cohen í spjallþætti hans á dögunum. 

„Ég var nakin í baðinu með manninum mínum fyrsta kvöldið okkar í nýja húsinu okkar í Malibu. Þannig að það var mjög rómantískt. Þetta var algjörlega fyrirvaralaust og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Lake. 

Hún bætti við að þetta hefði komið Burningham á óvart sjálfum og hann var ekki með neinn hring tilbúinn. Lake og Burningham kynntust síðastliðið sumar og hafa því bara verið saman í rúmlega hálft ár. 

Lake, sem er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk Tracey Turnblad í kvikmyndinni Hairspray frá 1988, var áður gift Rob Sussman frá 1994 til 2004. Hún var gift Christian Evans frá 2012 til 2015.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.