Ferðalög vegna Eurovision „nauðsynleg“

Daða Frey og Gagnamagnið.
Daða Frey og Gagnamagnið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framlög frá 41 landi taka þátt í Eurovision í ár, en keppnin fer fram í Hollandi líkt og til stóð á síðasta ári þegar keppninni var aflýst sökum heimsfaraldurs. Skipuleggjendur keppninnar segja það „nauðsynlegt“ að framlög ferðist til Rotterdam til að taka þátt. 

„Þetta er ekki frí, þetta er raunverulegt starf sem þarf að vinna,“ sagði Martin Osterdahl, helsti skipuleggjandi keppninnar í ár, í samtali við BBC. Osterdahl segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um það hvort áhorfendur verði leyfðir með takmörkunum. Skipuleggjendur vonist eftir „eðlilegustu Eurovision keppni sem stendur til boða“.

Osterdahl segir að liður í skipulagningunni séu samskipti við skipuleggjendur annarra viðburða „Við höfum verið í nánum samskiptum við skipuleggjendur Formúlu 1, alþjóðlegra tennismóta, golfsamtök, og lært af reynslu þeirra.“

Upphaflega voru framlögin beðin um að taka atriði sitt upp fyrir fram ef ske kynni að þau gætu ekki ferðast til Rotterdam. 

Allar þjóðir sem hugðu á þátttöku á síðasta ári taka þátt í ár og senda margar þeirra sama framlag og til stóð á síðasta ári, þó að öllum hafi verið gert að flytja annað lag. Í frétt BBC kemur fram að Daði Freyr, framlag Íslands í ár, hafi verið líklegur sigurvegari keppninnar á síðasta ári. 

Lag Daða fyrir keppnina í ár verður frumflutt á RÚV laugardaginn 13. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes