Með 17 árum yngri fyrirsætu

Daniela Lopez Osaro og Travis Kalanick eru nýtt par.
Daniela Lopez Osaro og Travis Kalanick eru nýtt par. Samsett mynd

Milljarðamæringurinn og fyrrverandi forstjóri Uber, Travis Kalanick, og fyrirsætan Daniela Lopez Osorio eru nýtt par. Parið hefur verið að stinga nefjum saman síðan í byrjun árs. Kalanick er 44 ára en Lopez 27 ára. 

Lopez, sem ættuð er frá Kólumbíu, hóf fyrirsætuferil sinn 17 ára gömul hjá bandaríska merkinu Forever 21. Hún sló í gegn á tískupöllunum í Miami árið 2014, fékk þá samning við Victoria's Secrect hvar hún starfar enn. Hún hefur setið fyrir hjá Sports Illustrated. Hún er þó hvað þekktust fyrir setninguna: „Ég borða ekki fyrir sjálfa mig. Ég borða fyrir rassinn minn.“

Lopez er fyrsta konan sem Kalanick hefur verið kenndur við síðan hann hætti með fyrrverandi kærustu sinni Gaby Holzwarth árið 2016. Hann steig til hliðar í fyrirtækinu Uber árið 2017 eftir að fyrirtækið var sakað um slæma viðskiptahætti. 

Kalanick komst í fjölmiðla í heimsfaraldrinum þar sem hann var sakaður um að halda grímulaus partí heima hjá sér, bæði í New York og Los Angeles.

Page Six

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Settu þér skynsamleg mörk, því annars er hætt við að allt misheppnist.