Bríet og GDRN í lagi Bubba

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt lag eftir Bubba Morthens, „Ástrós“, kemur út í dag en í því fjallar Bubbi um heimilisofbeldi. Tvær vinsælustu tónlistarkonur landsins, þær Bríet og GDRN, syngja með Bubba í laginu. „Ég fékk Bríeti til að syngja með mér ákveðinn kafla í laginu og GDRN sem raddar,“ segir Bubbi frá en lagið kemur út á Spotify til að byrja með.

Bubbi er spurður að því hvort hann hafi hlustað mikið á þær Bríeti og GDRN og segist hann hafa gert það. „Sólóplatan hennar Guðrúnar er algjörlega geggjuð, mikil vigt í henni, bæði í rödd, textum og spilamennsku og Bríet er að koma mjög sterk inn sem lagasmiður,“ segir Bubbi. Bríet hafi gríðarlega dýpt og þroska langt umfram aldur.

Bríet á umslagi plötu sinnar Kveðja, Bríet.
Bríet á umslagi plötu sinnar Kveðja, Bríet.

Hitti Guðrúnu á Laugavegi

„Ég vissi að hún ætti til þessa dýpt sem ég taldi að gæti verið flott að hafa í þessu lagi. Þetta lag fjallar um heimilisofbeldi sem endar með hörmungum og einhvern veginn æxlaðist þetta til. Ég hitti Guðrúnu bara á Laugaveginum, ég var að fara í stúdíó og búinn að biðja Bríeti að koma og athuga hvort hún gæti sungið þetta erindi og svo sá ég Guðrúnu og spurði hvort hún vildi ekki koma með og hún gerði það, labbaði með mér og raddaði,“ segir Bubbi. Guðrún hafi bara brosað og sagt já við þessari óvæntu beiðni hans.

„Þetta er lag sem ég syng framan af og er frásögn um konu og aðstæður sem hún er komin í og svo tekur konan yfir í lokin, þessi kvenmannsrödd og klárar í rauninni söguna,“ segir Bubbi um lagið en Bríet syngur lokaerindið og GDRN raddar. Öll þrjú syngja þau svo viðlagið, að sögn Bubba.

GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir.
GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk verður að stíga fram

Bubbi segir afskaplega mikilvægt að vekja athygli á því á að heimilisofbeldi hafi aukist gríðarlega hér á landi undanfarinn áratug. „Það er ekki að ástæðulausu að verið er að setja lög um nálgungarbann sem er auðvitað stórkostlegt framtak hjá hinum unga dómsmálaráðherra að koma í gegn. Núna í kóvídinu hefur ofbeldi gagnvart konum og börnum aukist alltof mikið,“ segir Bubbi. „Við þurfum að vera vakandi og meðvituð um að þetta er staðreynd og ekki bara eitthvað sem gerist í margra kílómetra fjarlægð frá okkur sjálfum,“ segir Bubbi um heimilisofbeldi og ítrekar að fólk verði að stíga fram verði það vart við slíkt ofbeldi. Fólk megi ekki þegja yfir því og verði að vera meðvitað um vandann. „Og auðvitað gefur það líka laginu vigt að þær leggi því til raddir sínar,“ bætir Bubbi við um þær GDRN og Bríeti.

Lagið er það þriðja sem gefið hefur verið út af væntanlegri breiðskífu Bubba sem kemur út 6. júní, á afmælisdegi hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.