Oft spurð út í líkama sinn í viðtölum

Nicola Coughlan (t.h.) ásamt mótleikkonu sinni.
Nicola Coughlan (t.h.) ásamt mótleikkonu sinni. Skjáskot/Instagram

Leikkonunni Nicola Coughlan þykir það sorgleg staðreynd að hún sé ítrekað spurð út í líkama sinn í viðtölum. Hún vill heldur að sjónum sé beint að vinnunni hennar og þáttunum sem hún fer með hlutverk í. Coughlan er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Bridgerton en einnig þáttunum Derry Girls.

Coughlan vakti athygli á málinu nú eftir að Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram. Þá skrifaði hlaðvarpsstjórnandinn Amanda Richard á Twitter að „feita stelpan úr Bridgerton“ hafi auðvitað valið að klæðast svartri gollu utan yfir kjól sinn því „feitar stelpur“ kjósi oft að hylja líkama sinn. 

Leikkonan svaraði fyrir sig á Twitter og endurbirti grein sem hún skrifaði í The Guardian fyrir tveimur árum. „Mér finnst það mjög óþægilegt og það hryggir mig mikið í hvert skipti sem ég er spurð út í líkama minn í viðtali, mig langar frekar að tala um starfið sem ég elska,“ skrifaði Coughlan. Hún bætti við að það smækkaði hlutverk kvenna svo mikið að takmarka það við útlit þeirra og að það drægi úr vægi sigra í kvenréttindabaráttu síðustu áratuga.

Richard hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og sagst vera miður sín yfir að nota ekki nafnið hennar. „Það er glatað að ég hafi ekki notað nafnið hennar, og ég biðst afsökunar á að hafa ekki gert það. En ég ætla ekki að biðjast afsökunar á að hafa notað orðið feit. Aldrei.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.