Auglýsir börnin sín

Fjöldi fólks er á skíðum á Akureyri um helgina.
Fjöldi fólks er á skíðum á Akureyri um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Íslenskur faðir tveggja barna á þrítugsaldri hefur greinilega fengið sig fullsaddan á hægagangi barna sinna við að ganga út. Í miðbæ Akureyrar má nú sjá stærðarinnar skilti þar sem systkinin Edda Mjöll Karlsdóttir og Kristófer Karlsson eru auglýst fyrir gangandi vegfarendum.

Á skiltinu kemur skýrt fram að systkinin séu á lausu og verði á Akureyri um helgina sérstaklega í leit að maka. 

Skiltið í heild.
Skiltið í heild. Ljósmynd/Aðsend

Neðst stendur: „Ég skal koma þeim út … kveðja pabbi.“ Faðir þeirra er Karl Brynjólfsson og er greinilega staðráðinn í að koma börnum sínum í góðar hendur í þessum höfuðstað Norðurlands, þar sem fjöldi fólks er samankominn um helgina nú á hátindi skíðatímabilsins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Einhver daðrar við þig en þú ert ekki viss um þínar tilfinningar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Einhver daðrar við þig en þú ert ekki viss um þínar tilfinningar.