Sonurinn truflaði brjóstamyndatöku

Miles, sonur Chrissy Teigen, vildi vera með mömmu sinni á …
Miles, sonur Chrissy Teigen, vildi vera með mömmu sinni á mynd. Skjáskot/Instagram

Nýjasta mynd fyrirsætunnar Chrissy Teigen hefur heldur betur vakið athygli en á henni stendur hún ber að ofan með son sinn fyrir neðan sig. Undir myndina skrifaði hún: „Færðu þig, mamma er að reyna að taka kynþokkafulla mynd.“

Margar mæður virtust tengja við raunveruleika Teigen. „Vandræði heitu mömmunnar eru raunveruleg,“ skrifaði einn. 

Teigen er þekkt fyrir að láta allt flakka á samfélagsmiðlum og hefur oftar en einu sinni hneykslað fylgjendur sína. Hún tók sér örlitla pásu á samfélagsmiðlum síðasta haust þegar hún og eiginmaður hennar John Legend misstu ófætt barn sitt. 

Hún virðist hins vegar vera snúin aftur með efni sem kemur mörgum til að hlæja.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú hafa verið aðkrepptur í nokkurn tíma og langar til þess að varpa af þér okinu. Reyndu að koma hugmyndum þínum á framfæri með sem skýrustum hætti.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst þú hafa verið aðkrepptur í nokkurn tíma og langar til þess að varpa af þér okinu. Reyndu að koma hugmyndum þínum á framfæri með sem skýrustum hætti.