Neyðist til að flytja vegna ófriðar

Kendall Jenner.
Kendall Jenner. AFP

Kendall Jenner hefur neyðst til þess að flytja frá heimili sínu í Beverly Hills. Hún hefur mátt þola mikinn ágang eltihrella og annarra sem lauma sér inn á lóð hennar. Henni þykir áhættan af því að búa þarna vera of mikil þrátt fyrir að hún hafi aukið öryggisráðstafanir til muna. Frá þessu greinir fréttasíðan TMZ.

Stutt er síðan óboðinn gestur kom inn á lóðina og reyndi að stinga sér nakinn til sunds í lauginni hennar. Þá þurfti Jenner einnig að fá nálgunarbann gegn manni sem sagði lögreglunni að hann ætlaði að drepa hana og svo sjálfan sig. Sá maður er nú undir eftirliti geðlækna en gæti verið sleppt hvenær sem er. Jenner hefur í gegnum tíðina þurft að fá nálgunarbann gegn hinum og þessum eltihrellum.

Erfitt er að segja til um hvert Jenner flytur en hverfið sem hún dvelur nú í þykir eitt hið öruggasta.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.