Milljarðamæringur í miðjum skilnaði

Auðævi Kim Kardashian eru nú metin á einn milljarð bandaríkjadala.
Auðævi Kim Kardashian eru nú metin á einn milljarð bandaríkjadala. AFP

Kim Kardashian er orðin milljarðamæringur. Bandaríska tímaritið Forbes metur auðæfi hennar nú á einn milljarð bandaríkjadala en verðmæti tveggja vörumerkja í hennar eigu, KKW Beauty og Skims, hefur aukist töluvert síðan í október á síðasta ári. 

Forbes greindi frá þessu nú í morgun en í október voru auðæfi hennar metin á 780 milljónir bandaríkjadala. 

Kardashian stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn til sex ára, Kanye West. Auðæfi Wests eru metin á 6,6 milljarða bandaríkjdala. 

Í umfjöllun Forbes segir að nafn Kardashian hafi fyrst ratað inn á síður tímaritsins þegar hún var með 6,6 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum Twitter. Fimm árum seinna græddi hún 51 milljón bandaríkjadala á einu ári þegar hún gaf út vinsælan leik fyrir snjallsíma.

Kardashian stofnaði KKW Beauty árið 2017 eftir að systur hennar, Kylie Jenner, gekk gríðarlega vel með sitt snyrtivörumerki, Kylie Cosmetics. Þær systur leggja svipaðar línur í rekstri sínum, eru báðar andlit vörumerkjanna og leggja mikla áherslu á markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Kardashian stofnaði Skims árið 2019 en undir merkinu selur hún aðhaldsfatnað sem hefur notið mikilla vinsælda.

Fyrirtækjarekstur Kardashian er ekki það eina sem hefur komið henni á þann stað þar sem hún er í dag. Hún hóf feril sinn í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians og er ein frægasta manneskja á samfélagsmiðlum í dag. Hún vinnur í nánu samstarfi með fjölda fyrirtækja sem greiða henni fúlgur fjár fyrir það eitt að birta myndir af vörum þeirra á samfélagsmiðlum. 

Hún er með 213 milljónir fylgjenda á Instagram og 69,7 milljónir fylgjenda á Twitter.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Góðir mannasiðir eru nauðsynlegir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum.