Segir kóngafólk hafa þakkað sér

Piers Morgan.
Piers Morgan. AFP

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan segir að fólk í bresku konungsfjölskyldunni hafi þakkað honum fyrir að standa með fjölskyldunni. Morgan sagðist ekki trúa orði af því sem Meghan sagði í viðtali við Opruh Winfrey og hætti í kjölfarið störfum í stað þess að biðjast afsökunar. 

Í sjónvarpsviðtali við Extra sagði Morgan að hann hefði fengið mikinn stuðning bæði opinberan en einnig í einkaskilaboðum.

„Skilaboðum hefur verið komið til mín frá nokkrum ættingjum bresku konungfjölskyldunnar,“ sagði Morgan. Hann sagði þessa aðila hafa lýst yfir þakklæti fyrir að einhver stæði með þeim. Þegar hann var spurður hvort þetta væri háttsett fólk í konungsfjölskyldunni vildi hann ekki svara því. 

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP

Meghan er sögð hafa haft samband við fyrrverandi yfirmann Morgans og kvartað undan honum. Morgan vissi það ekki fyrr en eftir að hann hætti og segir Meghan hafa reynt að beita þrýstingi. Meghan var reyndar ekki sú eina sem kvartaði en 57 þúsund kvartanir bárust vegna ummæla Morgans. 

Morgan vill fá að taka viðtal við Harry og Meghan eins og Oprah Winfrey en spyrja þau krefjandi spurninga. Vill hann til dæmis fá svör við því af hverju þau nota titilinn hertogahjónin af Sussex. Hann telur að þau noti titlana til þess að græða peninga. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ýmsu má bjarga sem er orðið gamalt og slitið. Nóg er að gera sitt besta, það er ekki hægt að fara fram á meira. Taktu lífinu með ró.