Hringdu níu sinnum á lögregluna

Meghan Markle og Harry upplifðu ógn á nýja heimilinu og …
Meghan Markle og Harry upplifðu ógn á nýja heimilinu og kölluðu níu sinnum til lögreglu. AFP

Lögreglan hefur verið kölluð níu sinnum að heimili Harrys og Meghan í Kaliforníu á jafnmörgum mánuðum. Þetta kemur fram í gögnum sem birt voru í samræmi við upplýsingalög þar í landi. 

Nokkur útkallanna áttu sér stað þegar viðvörunarkerfi þeirra fór af stað árla morguns. En tvö þeirra þegar óviðkomandi aðili kom inn á lóðina þeirra, á aðfangadag og á annan í jólum. Nickolas Brooks var í kjölfarið handtekinn en svo sleppt. Hann sagði svo í viðtali við The Sun að hann hefði verið undir áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað. 

Yfirvöld gefa ekki upp frekari útskýringar á útköllunum en Harry og Meghan hafa haft miklar áhyggjur af öryggi sínu. 

Í viðtali Harrys og Meghan við Opruh sagði Harry að honum hefði aldrei dottið í hug að hann missti alla öryggisgæslu kostaða af konungsfjölskyldunni.

„Ég fæddist í þessa stöðu. Ég erfði þessa hættu. Þetta var mikið áfall fyrir mig.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.